Staksteinar ekki með nýjustu fréttir

Í staksteinum í dag 17.4 er því velt upp hvort Ögmundur Jónasson sé sammála ummælum menntamálaráðherra að lækka laun opinberra starfsmanna frekar en segja þá upp.

Staksteinar hefur þá misst af blaðamannafundinum sem var 25. mars sl. í Hafnarfirði. Þar kom skýrt fram að heilbrigðisráðherra vildi frekar lækka laun. Gamli verkjalýðsforinginn var meira að segja mjög ánægður með að læknar á Ísafirði hafði boðist til að vinna ókeypis vaktavinnu.

Þannig að það þarf ekki að efast um að Ögmundur er spenntur fyrir þessari sparnaðarhugmynd.

Það er rétt hjá Staksteinum að starfsmenn á almennum vinnumarkaði hafa sumir tekið á sig launaskerðingu. En sveigjanleikinn er þar miklu meira en hjá opinberum stofnunum - launin munu hækka hratt aftur hjá einkafyrirtækjum þegar hjólin fara að snúast. Það mun sækjast seint fyrir opinbera starfsmenn að endurheimta tapaðar aukagreiðslur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband