Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.5.2009 | 11:57
Aðskilnaðarstefna Ísraels
Því miður er það þannig að í Ísrael er aðskilnaður milli kynþátta eða kynstofna á sama hátt og var á apartheid tímabilinu sáluga í Suður Afríku. Ísrael, "land gýðinga og síonista", er eftir sem ég veit eina landið í heiminum þar sem aðskilnaður er opinber stefna.
Tjáningafrelsi og lyðræði munu alltaf byggjast á veikum grunni í slíku umhverfi. Ríki sem byggir stefnu sína á aðskilnað og hatri mun alltaf eiga erfitt með að sættast við nágranna sína. Þegar ófríður og hræðsla er daglegt brauð verða kröfur um öryggi háværar og haturs- og öfgamenn komast til valda. Þeir sem finnst sér ógnað byggja girðingar og reyna að koma í veg fyrir gagnrýni og öðru vísi skoðanir. Slíkt ríki mun ekki vegnast vel til lengdar en því miður munu margir deyja áður en það liður undir lok. Og heimurinn horfir nánast aðgerðarlaus á ...
Vilja banna Nakba-athafnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 17:53
Staksteinar ekki með nýjustu fréttir
Í staksteinum í dag 17.4 er því velt upp hvort Ögmundur Jónasson sé sammála ummælum menntamálaráðherra að lækka laun opinberra starfsmanna frekar en segja þá upp.
Staksteinar hefur þá misst af blaðamannafundinum sem var 25. mars sl. í Hafnarfirði. Þar kom skýrt fram að heilbrigðisráðherra vildi frekar lækka laun. Gamli verkjalýðsforinginn var meira að segja mjög ánægður með að læknar á Ísafirði hafði boðist til að vinna ókeypis vaktavinnu.
Þannig að það þarf ekki að efast um að Ögmundur er spenntur fyrir þessari sparnaðarhugmynd.
Það er rétt hjá Staksteinum að starfsmenn á almennum vinnumarkaði hafa sumir tekið á sig launaskerðingu. En sveigjanleikinn er þar miklu meira en hjá opinberum stofnunum - launin munu hækka hratt aftur hjá einkafyrirtækjum þegar hjólin fara að snúast. Það mun sækjast seint fyrir opinbera starfsmenn að endurheimta tapaðar aukagreiðslur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 14:52
Ólöglegt greiðslusamráð?
Olíufélögin skaðabótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |