26.8.2010 | 08:59
Athuga hvað er í boði ...
Bara athuga hvað væri í boði? Hvar hefur þetta fólk alið manninn? Hefur það eitthvað sett sig inn í hvað það þýðir að eiga viðræður við annað fólk?
Hefur það fýlgst með að einhverju leyti hvað hefur verið að gerast í íslenskum ráðuneytum sl. ár? Ísland sótti um aðild að ESB og er nú að byrja aðildarviðræður. Þetta fólk hlytur að hafa verið sofandi frá því að VG og Samfylking skrifaði undir stjórnarsáttmálann og þangað til núna. Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum, var reyndar ekki sofandi, hann kemur af fjöllum.
Ég vorkenni starfsfólkinu í íslenskum ráðuneytum sem þarf að vinna undir stjórn fólks eins og Jón Bjarnason og undir pólítiska stjórn upphlaupafólks eins og "vinstri" menn í VG.
Það fer hrollur um mig þegar ég skyggnast inn í hugarheim sumra vinstri græna. Stjórnmál eru alvöru mál, ekki eins og að hringja í búð og spyrja hvaða vörur sé í boði. ESB er engin krambúð heldur alvöru ríkjasamstarf og ættum við að koma okkur þangað sem fyrst. VG menn ættu að íhuga hvernig stendur að því að þeir séu í sama sæng og LÍÚ. Kallt hagsmunamat LÍÚ og tilfinningaskoðanir VG kosta okkur marga miljarða á hverju ári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.