Nei við atvinnu og útflutningstekjur?

Það er meðal annars tvennt sem okkur vantar: Atvinnutækifæri og gjaldeyri. Nú biðst okkur möguleika að afla hvort tveggja. Þar að auki er þetta aðallega kvennastörf, en nóg af karlastörfum verða til í Helguvík. Nýting myndi aukast á vannýttum framleiðslutækjum, eins og skurðstofur og verkfæri. Við myndum gera sænskum og öðrum norrænum sjúklingum og heilbrigðisyfirvöldum greiða með því að hjálpa til að vinna úr biðlistum.

Það er bara eitt sem stendur í hálsinum á heilbrigðisráðherra. Einkaaðilar (mjög ljótt orð) gæti grætt eitthvað í leiðinni.

Sjálfur hefur heilbrigðisráðherra engar hugmyndir, hann hringsnýst í allar áttir, getur ekki sagt skýrt frá um neinar niðurskurðir eða hagræðingar í heilbrigðiskerfinu nema að hann ætlar að lækka laun há- og meðaltekjumanna. Gamli verkjalýðsforinginn og vinstrimaðurinn.

Ef hann klúðrar þessu tækifæri er hann búinn að skemma íslenskt heilbrigðiskerfi enn meira en nú þegar er gert. Svo á hann bara eftir að sprengja ríkisstjórnina. Þá bíður okkur margra mánaða stjórnleysi, enn verra en núverandi stjórnleysi. En Ögmundur hefur náð markmiði sínu - Ísland verður aftur einangruð eyja úti í hafi, þar sem fólkið lifir af kartöflum og skreið og allir eru jafn fátækir. Höfuðborgin verður svo flutt upp á Jökulheiði, eins og sæmir sjálfstætt fólk.

 


mbl.is Ögmundi stillt upp við vegg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband