Áfram er tuðað

Þeir Framsóknardrengirnir ætla ekki að gefast upp heldur halda áfram að tuða um tölvupósta Jóhönnu. Á meðan stendur þjóðin og hlær á hliðarlínunni. Það er ljóst að drengirnir skilja ekki hvað þeir hafa gert af sér og skammast sín ekki.

Það var nú allan tímann ljóst að ekkert lán fengist frá Noregi eða annars staðar frá svo lengi sem Icesave málið sé ófrágengið. Það hjálpar ekki að litlir drengir reyna að leika stóra kalla.

Svo er þetta svo mikil ósvifni og dæmi um óþroska í stjórnmálum. Hvað myndum við segja um starfsmann í fyrirtæki sem færi út í bæ að sækja um lán vegna þess að honum finnst fjármálastjórinn vera eitthvað svifaseinn? Við myndum auðvitað bara reka hann. Slíkt agaleysi er ekki hægt að liða. Þingmaður sem hagar sér þannig hefur fyrirgert traust almennings og það á auðvitað ekki að kjósa hann næst.


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Hólmarsson

Að líkja samfélagsrekstri við fyrirtækjarekstur er nú ekki burðugur málflutningur, þú villt náttúrulega setja arðsemiskröfu á samfélagið svona í leiðinni?  Þingmennirnir eru í umboði kjósenda sinna.  Þeir eru að vinna vinnu sinna og fyrir þá á að kjósa þá næst.

Geir Hólmarsson, 11.10.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Fyrir Björgúlf yngri og einhvern vogunnarsjóð? Nei þessir drengir voru að einhverju baktjaldaplotti fyrir vildarvini

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 11.10.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er ekki flokksbundin og aðhyllist þjóðstjórn til að reyna að koma okkur út úr vandræðunum, um leið fagna ég því ef einhver von sé til önnur en að láta stórþjóðir kúga allan vilja og þrótt úr landanum. Jóhanna og hennar flokkur sér ekki nema eitt ESB og þangað skulum við fara hvað sem það kostar

Sigurður Haraldsson, 12.10.2009 kl. 00:58

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara hringl í abcnyheder og einnig óskyljanleg þessi uppsetning hjá þeim því ekkert bakkar upp það sem þeir segja í byrjun.   Líklega vilja þeir búa til framhaldssögu uppá íslensku innlitin hjá sér.  

En að  sjálfsögðu er afar ólíklegt að ísland taki lán umfram þau lán sem eru inní IMF pakkanum.  Lán frá noregi eru bundin skilyrðum samkv. IMF prógrammi og að icesaveskuldbinding Íslands sé frágengin - þangað til:  Eigi króna. 

 "Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss."

Þetta þarf ekki að ræða meir.  Samþykkja icesave annars eigi króna frá noregi.  Kristalklárt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband