23.10.2009 | 11:05
Sigmundur Davið á villigötum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki mikið fylgst með störfum Alþingis áður en hann varð þingmaður. Í umræðunni um Icesave sagði hann í gær:
»En nú ber svo við að utanaðkomandi aðilar, erlendir aðilar, eiga að hafa eitthvað um það að segja hvernig lög sem samþykkt hafa verið og eru frágengin eiga að líta út. Þetta er algjör nýjung á lagasetningu á Íslandi og hefði ekki verið hægt að finna verra mál til þess að innleiða þessa nýjung.«
Þetta er bæði staðreyndarvilla og rökvilla. Í fyrsta lagi hefur hann algjörlega misst af því að Alþingi hefur í mörg ár verið að setja lög sem hafa verið samþykkt á Evrópuþinginu, það er erlendir aðilar hafa lengi haft mjög mikið um það að segja hvernig íslensk lög eiga að lita út.
Í öðru lagi getur ekki Alþingi sett lög og gert ráð fyrir að Bretar og Hollendingar munu sætta sig við það. Í samningaviðræður eru samningsaðilar. Fulltrúar fara að semja og koma svo aftur til þess að fá samþykki. Annað hvort fá þeir það eða ekki. Ef Alþingi ákveður að gefa samþykki sitt í formi laga þá er ljóst að utanaðkomandi hafa haft eitthvað um þessi lög að segja og alveg eðlilegt þar sem lögin byggjast á samninginn.
Í lögunum frá í sumar gaf Alþingi samþykki sitt með fyrirvara. Ég ímynda mér að þetta hafi farið illa í Bretum og Hollendingum en þeir samþykkti þó á endanum að semja um viðbótarskilmálar sem breytti nokkuð fyrirliggjandi samning. Það hefur væntanlega verið mat þeirra að hinn kosturinn væri langverandi samningsleysi þar sem óvisst væri hvort Íslendingar myndi nokkurn tíma borga. Alþingi Íslendinga þarf nú að setja ný lög sem breytir fyrri lög - einfaldlega vegna þess að ekki reyndist hægt að koma lögum yfir erlendar ríkisstjórnir.
Frá sjónarmiði Íslendinga er spurningin hver er versti kosturinn - að skrifa undir samning og taka áhættuna sem því fylgir eða að taka áhættuna á langverandi óvissuástandi og óleysta milliríkjadeilu. Ég hef ekki gert formlegt áhættumat en mér sýnist seinni kosturinn vera verstur. Hvað sem okkur finnst þá er það bara staðreynd að það er mjög lítil samúð með okkar málstað í öðrum löndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án þess að ætla í hártoganir um innihald færslunnar þá er þingmaðurinn að tala um breytingar á lögum sem samþykkt hafa verið og eru frágengin. Hér er talað um lög sem hafa tekið gildi.
Þau lög sem koma frá Brussel fara í mótaðan farveg. Sem í helstu atriðum er: Fjallað um þau hjá EFTA nefndinni, þar sem Íslend getur komið að málum, síðan unnin hjá hinni sameiginlegu EES nefnd áður en þau hljóta afgreiðslu í Brussel. Að því loknu koma þau til þinglegrar meðferðar hjá Alþingi Íslendinga. Það er líka talsverður munur á afgreiðslu eftir því hvort um er að ræða reglugerð, tilskipu o.s.frv.
Það er ekki hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu.
Hitt er annað mál að það þarf að ná lendingu og sátt í IceSave, hvaða skoðun sem menn hafa á því máli.
Haraldur Hansson, 23.10.2009 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.