Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gullkálfur berst í bökkum

Skúli Helgason alþingismaður skrifaði ágæta grein um Iceland Airwaves á Pressunni í gær. Þar furðar hann sig á því að þessi hátíð, sem skapar talsverðar galdeyristekjur, skyldi ekki fá krónu frá ríkinu. Á sama tíma fær bókamessa í Frankfurt 100 milljónir. Hátíðahaldarar berjast í bökkum á meðan fyrirtæki í Reykjavík græða á gestunum og ríkið rakar inn 150 milljónir í skatta. Hugsanlega gefast hátíðahaldarar upp og ríkið og landið verða af þessum tekjum á næsta ári.

Ég er með árunum orðinn frekar kaldranalegur hvað slíkt varðar. Fjárstyrkur frá ríkinu hefur ekkert með hagfræði að gera. Fáir þingmenn og embættismenn virðast kæra sig um hvað er hagkvæmast. Málið er bara hvaða fulltrúar sérhagsmunahópa sem kalla hæst eða þekkja rétta fólkið í ríkiskerfinu. Tónlistarmenn eru þar líklegast á neðsta þrepinu. Svona einfalt er það.


Athuga hvað er í boði ...

Bara athuga hvað væri í boði? Hvar hefur þetta fólk alið manninn? Hefur það eitthvað sett sig inn í hvað það þýðir að eiga viðræður við annað fólk?

Hefur það fýlgst með að einhverju leyti hvað hefur verið að gerast í íslenskum ráðuneytum sl. ár? Ísland sótti um aðild að ESB og er nú að byrja aðildarviðræður. Þetta fólk hlytur að hafa verið sofandi frá því að VG og Samfylking skrifaði undir stjórnarsáttmálann og þangað til núna. Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurnesjum, var reyndar ekki sofandi, hann kemur af fjöllum.

Ég vorkenni starfsfólkinu í íslenskum ráðuneytum sem þarf að vinna undir stjórn fólks eins og Jón Bjarnason og undir pólítiska stjórn upphlaupafólks eins og "vinstri" menn í VG.

 Það fer hrollur um mig þegar ég skyggnast inn í hugarheim sumra vinstri græna. Stjórnmál eru alvöru mál, ekki eins og að hringja í búð og spyrja hvaða vörur sé í boði. ESB er engin krambúð heldur alvöru ríkjasamstarf og ættum við að koma okkur þangað sem fyrst. VG menn ættu að íhuga hvernig stendur að því að þeir séu í sama sæng og LÍÚ. Kallt hagsmunamat LÍÚ og tilfinningaskoðanir VG kosta okkur marga miljarða á hverju ári.


Jæja ...

Það er varla þess virði að blogga um þetta. Stupid questions get stupid answers. En samt. Það er augljóst að fólk gleymir fljótt. Maðurinn sem bjó til aðstæðurnar fyrir bankahrunið með því að einkavinavæða bankana og hafna eftirliti og gerði svo Seðlabankann gjaldþrota fær flest atkvæði. Niðurstöðurnar sanna það að leiðtogi með persónutöfrar nýtur alltaf hylli hvað sem hann gerir af sér. Tilhneigingin að halla sér að sterka leiðtoganum skiptir meira máli en röksemdir.
mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davið á villigötum

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki mikið fylgst með störfum Alþingis áður en hann varð þingmaður. Í umræðunni um Icesave sagði hann í gær: 

»En nú ber svo við að utanaðkomandi aðilar, erlendir aðilar, eiga að hafa eitthvað um það að segja hvernig lög sem samþykkt hafa verið og eru frágengin eiga að líta út. Þetta er algjör nýjung á lagasetningu á Íslandi og hefði ekki verið hægt að finna verra mál til þess að innleiða þessa nýjung.«

Þetta er bæði staðreyndarvilla og rökvilla. Í fyrsta lagi hefur hann algjörlega misst af því að Alþingi hefur í mörg ár verið að setja lög sem hafa verið samþykkt á Evrópuþinginu, það er erlendir aðilar hafa lengi haft mjög mikið um það að segja hvernig íslensk lög eiga að lita út.

Í öðru lagi getur ekki Alþingi sett lög og gert ráð fyrir að Bretar og Hollendingar munu sætta sig við það. Í samningaviðræður eru samningsaðilar. Fulltrúar fara að semja og koma svo aftur til þess að fá samþykki. Annað hvort fá þeir það eða ekki. Ef Alþingi ákveður að gefa samþykki sitt í formi laga þá er ljóst að utanaðkomandi hafa haft eitthvað um þessi lög að segja og alveg eðlilegt þar sem lögin byggjast á samninginn.

Í lögunum frá í sumar gaf Alþingi samþykki sitt með fyrirvara. Ég ímynda mér að þetta hafi farið illa í Bretum og Hollendingum en þeir samþykkti þó á endanum að semja um viðbótarskilmálar sem breytti nokkuð fyrirliggjandi samning. Það hefur væntanlega verið mat þeirra að hinn kosturinn væri langverandi samningsleysi þar sem óvisst væri hvort Íslendingar myndi nokkurn tíma borga. Alþingi Íslendinga þarf nú að setja ný lög sem breytir fyrri lög - einfaldlega vegna þess að ekki reyndist hægt að koma lögum yfir erlendar ríkisstjórnir.

Frá sjónarmiði Íslendinga er spurningin hver er versti kosturinn - að skrifa undir samning og taka áhættuna sem því fylgir eða að taka áhættuna á langverandi óvissuástandi og óleysta milliríkjadeilu. Ég hef ekki gert formlegt áhættumat en mér sýnist seinni kosturinn vera verstur. Hvað sem okkur finnst þá er það bara staðreynd að það er mjög lítil samúð með okkar málstað í öðrum löndum.


Áfram er tuðað

Þeir Framsóknardrengirnir ætla ekki að gefast upp heldur halda áfram að tuða um tölvupósta Jóhönnu. Á meðan stendur þjóðin og hlær á hliðarlínunni. Það er ljóst að drengirnir skilja ekki hvað þeir hafa gert af sér og skammast sín ekki.

Það var nú allan tímann ljóst að ekkert lán fengist frá Noregi eða annars staðar frá svo lengi sem Icesave málið sé ófrágengið. Það hjálpar ekki að litlir drengir reyna að leika stóra kalla.

Svo er þetta svo mikil ósvifni og dæmi um óþroska í stjórnmálum. Hvað myndum við segja um starfsmann í fyrirtæki sem færi út í bæ að sækja um lán vegna þess að honum finnst fjármálastjórinn vera eitthvað svifaseinn? Við myndum auðvitað bara reka hann. Slíkt agaleysi er ekki hægt að liða. Þingmaður sem hagar sér þannig hefur fyrirgert traust almennings og það á auðvitað ekki að kjósa hann næst.


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

George Bush að þakka

Ég er mikill aðdáendur Obama en mér finnst þetta samt rugl. Maðurinn hefur verið minna en ár við völd og á margt eftir að gera. Þá er hann enn með stríðsrekstur og ætlar frekar að gefa í en hætta við í Afganistan. Ekki mjög friðsamlegt.

Mér finnst friðarverðlaunin eins og framtíðarávísun, það er verið að gefa Obama verðlaun fyrir það sem menn reikna með að hann muni gera á næstu árum. Svo hefur auðvitað samanburðurinn við George Bush sitt að segja. Bush var svo afspyrnu lélegur forseti, svo mikill myrkramaður í pólitík og svo mikil andstæða á allan hátt að Obama virtist eins og engill.


mbl.is Obama segist fullur auðmýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki auðvelt í pólitík

Já hérna.

Það er ekki auðvelt að stofna og viðhalda stjórnmálahreyfingu, sérstaklega ekki þvert á hefðbundnar flokkslínur sem byggjast á ákveðnum stjórnmálaskoðunum, stéttarskiptingu og öðrum hagsmunamálum. Það kemur í ljós nú í Borgarahreyfingunni að hún fer að líkjast meira og meira flokksmunstrið. Þá þarf hún augljóslega líka að losa sig við einstaklinga sem reynist ekki vera fulltrúar hreyfingarinnar og sem kunna ekki á því að vera í pólitík. Það er skondið að fylgjast með þessu en handritið er gamalreynt.


mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr svefnstaður

Fáir Íslendingar gera sig grein fyrir því, þar sem ekki er til járnbraut hér, en þetta er dýrt spaug. Þegar lest þarf að nauðhemla læsist hjólin og eyðileggjast vegna núningsins. Það mun kosta margar miljónir að koma lestinni aftur i umferð.

Það eru eflaust reglur sem segja að lestarstjórinn þurfi að nauðhemla (og sálfræðilega erfitt að keyra áfram) en það er ekki til neins. Lestin stöðvaðist langt fyrir framan manninn hvort eð var. Hugsanlega varð minna loftstreymi vegna minnkandi hraða til þess að hann hreyfðist ekki til, en ef hann hefði legið yfir teinana hefði þetta verið búið hvort sem bremsað var eða ekki.

Áfengisneysla getur kostað sitt fyrir samfélagið á margan hátt!


mbl.is Hraðlest ók yfir sofandi pilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndafræði einræðisvaldsins

Ég fór að hugsa til greinar sem Björn Jón Bragason skrifaði á AMX 11. júní og heitir "Lögregluríki í uppsiglingu?". Það er margt í þessari grein sem ég er ekki sammála, enda félagshyggjumaður að stofni til. Samt hef ég nálgast frjálshyggjuna á seinni árum. Það eru margar hugmyndafræðilegar ástæður fyrir því.

Ein ástæða er sú sem Björn Jón gerir grein fyrir með því að vitna í heimspeking: Það er ekki hægt að stjórna fólki. Það er ekki heldur hægt að stjórna því sem fólk tekur sig fyrir hendi eða hvað það hugsar. Allar slíkar tilraunir enda alltaf með ósköpum. Björn Jón orðaði það svona: "Stjórnmálamaður sem færi að skipuleggja atvinnulífið stæði brátt frammi fyrir valinu um að taka sér einræðisvald eða gefast upp."

Þessi hugmyndafræði er ekki bundin við vinstri- eða félagshyggjumenn, eins og sumir vilja halda fram. Jafnvel hörðustu frjálshyggjumenn eiga það til að gleyma sér þegar þeir komast til valda.

Ef maður er ekki tilbúinn til þess að gefast upp og viðurkenna að ekki sé hægt að stjórna fólki þá endar það með einræðisvald. Í Kína hefur þessi hugmyndafræði, að það sé hægt að stjórna fólki, skrúfast upp í veldistölu sem ég get ekki einu sinni sagt skil á. Þetta verður stundum grátlegt og broslegt, eins og með netsíurnar, en er í raun dauðans alvara.


mbl.is Kínverjar fresta áformum um netsíur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei við atvinnu og útflutningstekjur?

Það er meðal annars tvennt sem okkur vantar: Atvinnutækifæri og gjaldeyri. Nú biðst okkur möguleika að afla hvort tveggja. Þar að auki er þetta aðallega kvennastörf, en nóg af karlastörfum verða til í Helguvík. Nýting myndi aukast á vannýttum framleiðslutækjum, eins og skurðstofur og verkfæri. Við myndum gera sænskum og öðrum norrænum sjúklingum og heilbrigðisyfirvöldum greiða með því að hjálpa til að vinna úr biðlistum.

Það er bara eitt sem stendur í hálsinum á heilbrigðisráðherra. Einkaaðilar (mjög ljótt orð) gæti grætt eitthvað í leiðinni.

Sjálfur hefur heilbrigðisráðherra engar hugmyndir, hann hringsnýst í allar áttir, getur ekki sagt skýrt frá um neinar niðurskurðir eða hagræðingar í heilbrigðiskerfinu nema að hann ætlar að lækka laun há- og meðaltekjumanna. Gamli verkjalýðsforinginn og vinstrimaðurinn.

Ef hann klúðrar þessu tækifæri er hann búinn að skemma íslenskt heilbrigðiskerfi enn meira en nú þegar er gert. Svo á hann bara eftir að sprengja ríkisstjórnina. Þá bíður okkur margra mánaða stjórnleysi, enn verra en núverandi stjórnleysi. En Ögmundur hefur náð markmiði sínu - Ísland verður aftur einangruð eyja úti í hafi, þar sem fólkið lifir af kartöflum og skreið og allir eru jafn fátækir. Höfuðborgin verður svo flutt upp á Jökulheiði, eins og sæmir sjálfstætt fólk.

 


mbl.is Ögmundi stillt upp við vegg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband